Efnt var til verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda í sýningunni. Rúmlega fjörutíu tillögur bárust frá 29 aðilum. Þeir sem valdir voru til þátttöku í kynningunni í Ráðhúsinu gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn. Hlutirnir mega hvorki hafa verið sýnis né sölu opinberlega fyrir kynninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.
Fagleg valnefnd sem Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður, Karólína Einarsdóttir leirlistamaður og vöruhönnuður og Halla Bogadóttir gullsmiður og framkvæmdastjóri skipuðu valdi sigurvegara. Niðurstaðan er veita eina viðurkenningar auk Skúlaverðlaunanna. Verðlaunin eru styrkt af samtökum iðnaðarins og framkvæmdastjóri samtakanna Orri hauksson afhenti þau í gærkvöldi.
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2010 fyrir ný glös á fæti á sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsinu. Glasið er viðbót við glerlínu Kristínar sem hefur fengið nafnið diskó. Í diskó línunni eru nú 4 gerðir af glösum, 3 gerðir af skálum og karafla.
Margrét Guðnadóttir fékk viðurkenningu fyrir verkið „Sprelli Gnarr”. Kveikjan af þessu verki var setning sem höfð var eftir núverandi borgarstjóra Jóni Gnarr sem voru: „Það er allt í lagi að vera með fíflagang ef það fer ekki út í sprell”. Margrét gerði fjóra útgáfur af „Sprelli Gnarr”.
Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins