Spennandi námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík: Lærðu að lita efni og þráð
Markmið námskeiðisins er að kynna litarefni og vinnuaðferðir til litunar textílefna. Kennt verður að handlita í potti bæði garn og þráð úr náttúrulegum efnum s.s. bómull, hör, ull og silki. Nemendur fá efni og uppskriftir til að lita prufur og sýnishorn. Einnig verður hægt að kaupa aukalega efni og gera tilraunir með litunaraðferðir eftir því sem tími vinnst til. Námskeiðið er opið öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Námskeiðið er haldið 7. og 14. október kl. 10-15.
Nánari upplýsingar og skráning á vef Myndlistaskólans í Reykjavík