Enn eru laus pláss á námskeið í LANDNÁMSSPUNA sem verður haldið fimmtudagskvöldin 13. og 20. febrúar, kl. 18:30 - 21:30. Landnámsspuni er spunaháttur sem tíðkaðist í nokkrar aldir eftir landnám áður en halasnælduspuni varð algengur. Kjörið tækifæri til að læra þessa einstöku aðferð! Verð 16.800 kr. (15.120 kr. fyrir félagsmenn). Kennari er Marianne Guckelsberger.
Skráning: skoli@heimilisidnadur.is
Nokkur námskeið eru þegar uppbókuð en enn eru laus pláss á námskeið í sjalaprjóni (sjá hér), landnámsspuna (sjá hér), orkeringu (sjá hér), hattagerð (sjá hér), gamla krosssaumnum (sjá hér), kanntu að spinna á halasnældu (sjá hér) og sápugerð (sjá hér) Námskeiðsbæklinginn fyrir vorönn 2020 má nálgast hér.
Skráning á skoli@heimilisidnadur.is