Langur fimmtudagur úti á Granda
02. nóvember, 2016
FG
Næsta fimmtudag, þann 3. nóvember, ætla nokkur skapandi og skemmtileg fyrirtæki sem öll eru staðsett á Grandanum að lengja opnunartíma sinn og bjóða fólk velkomið í heimsókn. Ýmis tilboð verða í gangi og hugguleg stemning. Tilvalið tækifæri til að klára jólagjafainnkaupin snemma í ár!
HLÍN REYKDAL
Skartgripa og gjafavöruversluninn Hlín Reykdal, Fiskislóð 75, mun bjóða 15% afslátt af öllum ilmkertum og Hlín Reykdal skarti.
Kynning á nýjasta ilmvatninu frá Laboratory Perfumes og léttar veigar.
OMNOM
Omnom súkkulaðigerðin er nýflutt á Grandann og nú liggur súkkulaði-ilmur yfir Hólmaslóðinni. Omnom á þriggja ára afmæli og ætlar af því tilefni að bjóða gestum í súkkulaðiskólann og skoðunarferð um súkkulaðivinnsluna kl. 18 á fimmtudaginn. Heimsóknin tekur um 45-60 mínútur. Boðsmiðana þarf að nálgast fyrirfram í versluninni Hólmaslóð 4. Þá verður verslunin opin frá kl. 10 til kl. 20 og verður gestum boðið að smakka góðgæti sem Omnom teymið er að þróa í tilraunaeldhúsinu. Jafnframt verður þriggja ára afmælistilboð þar sem Omnom gefur eitt súkkulaðistykki fyrir hver þrjú keypt stykki.
REYKJAVÍK LETTERPRESS
Tækifæriskort, hengimiðar, servíettur, jólapappír og bara allskonar skemmtilegt í pakkann eða utaná! Við seljum með góðum afslætti fullt af flottum vörum sem eru að hætta í framleiðslu svo það er síðasti séns að næla sér í góssið!
TULIPOP
Hönnunarfyrirtækið Tulipop sem staðsett er á Fiskislóð 31 mun bjóða upp á 15-30% afslátt af öllum vörum þennan dag. Litríkar og fallegar gjafir sem gleðja bæði börn og fullorðna!
Sjá nánar hér