Hönnunarverslunin JÖKLA í glæsilegu húsnæði á Laugavegi 90, hefur opnað fyrir umsóknir hönnuða og listamanna, vegna lauss sölupláss.
Í Jöklu selja hönnuðir vörur sínar milliliðalaust, en greiða fast leiguverð fyrir pláss sitt á mánuði.
Einhver vinnuskylda fylgir öllum stærðum á plássum fyrir utan ódýrasta kostinn, hilluleigu á 18.000 kr + vsk á mánuði.
Áhugasamir geta sent inn fyrirspurn eða sótt um á tölvupósti: halldora@halldora.com