Laust pláss í Gallery Grástein

Gallery Grásteinn er með laust pláss fyrir nýjan listamann

Gallery Grásteinn er fallegt listagallerí neðst á Skólavörðustígnum þar sem hópur samhentra listamanna sýnir og selur verk sín. Hópurinn starfrækir einnig sýningarsal á efri hæð hússins og hefur haldið þar utan um fjölda glæsilegra sýninga.

Nú er rými til að bæta við einum listamanni sem vinnur skúlptúra eða önnur þrívíddar verk. Óskað er eftir listamanni sem er virkur í sínu starfi og gengur vel að vinna með öðrum.

Hægt er að fá nánari upplýsingar í tölvupósti gallerygrasteinn@gmail.com eða í síma 893 0706 (Pálmi) og 897 9007 (Árný).

Gallery Grásteinn
Skólavörðustígur 4
101 Reykjavík

Gallery Grásteinn á Facebook