13. apríl, 2021
FG
Kirsuberjatréð er rótgróin verslun í miðbæ Reykjavíkur sem selur handunna listmuni og hönnunarvöru. Nú er að losna pláss og því er leitað að nýjum einstaklingum með spennandi vöru til að verða hluti af heildinni. Leitað er að skapandi einstaklingi sem getur unnið jafnt á við aðra í versluninni og tekið virkan þátt í starfi. Einstaklingurinn þarf að geta byrjað sem fyrst.
Hægt er að senda umsókn með myndum af verkum á netfangið:
kirsuberjatred@gmail.com og einnig er hægt að óska eftir frekari upplýsingum í tölvupósti.
Kirsuberjatréð er íslensk hönnunarverslun rekin af 11 listakonum. Húsið er fullt af list og handverki sem er hannað og búið til af listakonunum sjálfum. Einnig er rekin vefverslun og er hægt að skoða vörurnar hér:
www.kirs.is
Umsóknarfrestur er til 20 apríl.