List án landamæra heldur málþing um skapandi aðkomu fatlaðra að hönnunarheiminum. Hvernig auðgum við skapandi umhverfi með samvinnu ólíkra hópa og hvaða jákvæðu afleiðingar hefur það í för með sér?
Málþingið fer fram föstudaginn 24. mars nk. kl. 15:30 á Hlemmi Square
Meðal þeirra sem fram koma eru:
- Snæbjörn Áki, varaformaður Átaks og einn af verkefnastjórum og hönnuðum Stoltgöngunngar
- Óskar Albertsson, Steindór Jónsson og Þorvarður Þorvarðsson, starfsmenn frá Ásgarði sem munu segja frá hugmynda- og vinnuferli á bakvið vörurnar þeirra.
- Helga Dögg, grafískur hönnuður og Inga Björk Bjarnadóttir, nemi munu segja frá verkefninu Þrátt fyrir þar sem unnið var með birtingarmynd fólks með fötlun í auglýsingaheiminum
- Einnig verður flutt stutt vídjóiðtal við Valgeir Magnússon, framkvæmdarstjóra PIPAR/TBWA um samstarf auglýsingarstofunnar við Stoltgönguna á síðasta ári.
Að auki mun málþingið verða teiknað í beinni, LiveFeed-að, af Elínu M. S. Ólafsdóttur á Instagram síðu Listar án landamæra.
Hlemmur Square verður með drykki á Happy Hour og gestir málþingsins fá sérstakan afslátt af matseðli að málþinginu loknu.
Að málþinginu loknu verður hægt að fjárfesta í hlutum eftir fatlaða og ófatlaða listamenn sem urðu til á síðasta HönnunarMars. Um ræðir hluti unna af þremur teymum en teymin eru:
- Eygló Margrét Lárusdóttir, Erla Björk Sigmundsdóttir & Kristján Ellert Arason unnu saman að tveimur sérhönnuðum hjólum.
- Helga Björg Jónasardóttir & Atli Viðar Engilbersson hönnuðu prentmynstur og þrjár mismunandi vörur útfrá prentinu
- Mundi Vondi & Sindri Ploder hönnuðu stór ullarteppi.
Hver og einn hlutur var einungis gerður í einu eintaki og er því um að ræða einstakt tækifæri til að eignast þessa fallegu hluti.
Sjá nánar um málþingið hér