05. september, 2019
FG
Leirbakaríið á faraldsfæti - með keramikið beint úr ofninum
Á Ljósanótt 5.- 8. sept. 2019
Þær Kolla og Maja Stína, leirbakarar með meiru, eiga og reka Leirbakaríið á Akranesi. Þar reka þær gallerí og eigin vinnustofur þar sem leirinn á hug þeirra allan. Nú ætla þær að færa út kvíarnar og koma á
Ljósanótt með töskur fullar af fallegu keramiki.
Suðurnesjabúum og öðrum gestum gefst því kostur á að kaupa fallegt keramik sem svo sannarlega gleður augað.
Leirbakaríið opnar í dag kl. 17 að Hafnargötu 36, Reykjanesbæ og verður opið sem hér segir:
- Fimmtudagur, 5. sept. kl. 17-22
- Föstudagur, 6. sept. kl. 17-22
- Laugardagur, 7. sept. kl. 13-22
- Sunnudagur, 8. sept. kl. 13-16
Á Facebook síðunni,
Leirbakaríið má kynna sér nánar starfið sem þar fer fram.