06. janúar, 2022
FG
Það er komið er að leiðarlokum í Leirbakaríinu á Akranesi.
Síðustu dagarnir sem það er opið eru föstudagurinn 7. og laugardagurinn 8. janúar.
Kolla og Maja Stína kærlega fyrir góðar móttökur, skemmtilegar heimsóknir og ánægjuleg viðskipti síðustu þrjú árin.
Verið velkomin þessa síðustu helgi á Suðurgötunni - 25% afsláttur er af öllum vörum í galleríinu.
Leirbakaríið hefur rekið leirvinnustofur, staðið fyrir námskeiðum bæði fyrir börn og fullorðna, tekið á móti hópum í skapandi skemmtun, og staðið fyrir uppákomum ásamt því að reka sölu- og sýningargallerí.