LEIRMÓTUN OG SKÚLPTÚR - námskeið

LEIRMÓTUN OG SKÚLPTÚR - námskeið í Myndlistarskólanum í Reykjavík hefst 19. október

Markmiðið er að kynnast möguleikum leirsins sem skúlptúr efnis.

Unnið verður með margvísleg form, bæði geometrísk og lífræn, og formskyn nemandans þjálfað. Samsetning og samspili forma skoðuð með áherslu á skúlptúr og listamenn kynntir sem unnið hafa með leir í verkum sínum.

Að vinna með leir og keramik er ævafornt handverk sem enn er fyrst og fremst unnið með höndunum.
Tæknin og aðferðirnar eru að mestu eins í dag og fyrir þúsundum ára - fingraaðferð, slönguaðferð, plötuaðferð og rennsla hafa allar verið notaðar í gegnum aldirnar til að móta nytjahluti og þrívíð myndverk - skúlptúr.

Á námskeiðinu verða eiginleikar efnisins kynntir og aðferðir til handmótunar leirsins kenndar. Einnig verða kenndar fjölbreyttar aðferðir til yfirborðs meðhöndlunar með glerungum og öðrum efnum.

Námskeiðið er 8 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.
Ath. Námskeiðið er kennt á ensku og íslensku.

Skráning hér