Unnið verður með margvísleg form, bæði geometrísk og lífræn, og formskyn nemandans þjálfað. Samsetning og samspili forma skoðuð með áherslu á skúlptúr og listamenn kynntir sem unnið hafa með leir í verkum sínum.
Að vinna með leir og keramik er ævafornt handverk sem enn er fyrst og fremst unnið með höndunum.
Tæknin og aðferðirnar eru að mestu eins í dag og fyrir þúsundum ára - fingraaðferð, slönguaðferð, plötuaðferð og rennsla hafa allar verið notaðar í gegnum aldirnar til að móta nytjahluti og þrívíð myndverk - skúlptúr.
Á námskeiðinu verða eiginleikar efnisins kynntir og aðferðir til handmótunar leirsins kenndar. Einnig verða kenndar fjölbreyttar aðferðir til yfirborðs meðhöndlunar með glerungum og öðrum efnum.
Námskeiðið er 8 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.
Ath. Námskeiðið er kennt á ensku og íslensku.