Leirþrykkismiðja í Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 2. apríl kl. 13-15 leiðir Ada Stańczak keramikhönnuður smiðju fyrir alla fjölskylduna þar sem gestir fá tækifæri til að þrykkja náttúrlegt efni svo sem steina, strá og greinar í leir.

Þátttakendur geta einnig gert sitt eigið leirtau og lært einfaldar aðferðir við að pressa leir í mót.
Allt efni verður á staðnum en gestir hvattir til að koma með efni úr náttúrunni til að pressa í leirinn. Að lokinni smiðjunni munu gripirnir verða brenndir og gljáðir en að þremur vikum liðnum geta gestir sótt gripina sína í safnið.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.
Ada hefur frá því í febrúar dvalið í vinnustofu Hönnunarsafns Íslands þar sem gestir geta fylgst með henni að störfum.

www.honnunarsafn.is