Óskað er eftir ábendingum en hægt er að benda á eigin verk eða verk annarra til miðnættis miðvikudaginn 11. september 2019.
Verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fer fram 1. nóvember 2019.
Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum;
Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
Hönnunarverðlaun Íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, sem hafa verið veitt af ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar.