List án landamæra stendur fyrir listamarkaði helgina 12. og 13. október í hátíðarsal Gerðubergs, Bergi. Fjöldi listamanna mun selja listaverk sín og handverk á listamarkaðnum. Verkin verða af ýmsum toga, m.a. málverk, teikningar, útsaumur og tréverk. Þeir sem taka þátt í markaðnum eru bæðir þekktir og nýlegir listamenn. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að næla sér í fágæt verk eftir einstaka listamenn.
Sjá nánar um listamarkaðinn hér
List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafnrétti fyrir fatlaða listamenn. Eitt af markmiðum hátíðarinnar árin 2019 - 2021 er að auka samtal við stjórnendur og skipuleggjendur í listheiminum með það fyrir sjónum að auka aðgengi fatlaðra listamanna að listheiminum.