Þar munu um 60 listamenn kynna sig og sína myndlist og bjóða verk sín til sölu. Hér býðst því ótrúlegt tækifæri til að fjárfesta í íslenskri myndlist í beinum samskiptum við listamann.
Torg er haldið í samstarfi við Mánuð Myndlistar 2018 og Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM).
SÍM mun bjóða kaupendum og listamönnum að gera með sér greiðslusamning til að auðvelda möguleg kaup á listaverki. Greiðslusamningurinn gengur út á vaxtarlausar mánaðarlegar afborganir í allt að 36 mánuði, kaupandi og listamaður komast þá að samkomulagi um upphæð mánaðarlegrar afborgunar og lengd samnings. Verk mega ekki kosta meira en 500.000 krónur ef slíkur samningur er gerður.
Hagsmunasamtök myndlistarmanna og aðildafélög SÍM verða sömuleiðis á staðnum og geta upplýst gesti og gangandi um starfsemi sína.
Léttar veitingar verða til sölu og allir eru hjartanlega velkomnir.