Markaðurinn er einn sá stærsti á norðurlöndunum og hefur verið haldinn árlega síðan 1983. Allir meðlimir Danske Kunsthåndværkere og Designere geta tekið þátt í markaðinum og eru þátttakendur vel á annað hundrað listiðnaðarmenn og hönnuðir. Gestir geta fundið skartgripi, trémuni, verk í leir og gler, vefnað, leðurvörur og margt fleira á Frue Plads um helgina.
Á opnunardeginum þann 8. ágúst verða verðlaun markaðarins „Håndfuglen“ afhend.
Það er ókeypis aðgangur að svæðinu og opnunartíminn er eftirfarandi:
Fimmtudagur 8/8 kl. 12-19
Föstudagur 9/8 kl. 10-19
Laugardagur 10/8 kl. 10-16
Hér má lesa nánar um Frue Plads markaðinn og sjá kynningu á öllum þátttakendum og hér er viðburðinn á Facebook.