Lokkagleði - Hring eftir hring

LOKKAGLEÐI

Einstaklega girnilegt úrval spánýrra eyrnalokka úr smiðju Hring eftir hring verður kynnt í Epal Skeifunni

föstudaginn, 21. júní, kl.15-18.

Á meðan gleðistundin varir verða á boðstólnum sætir molar og svalandi brjóstbirta í glasi, 20% afsláttur af öllu Hring eftir hring skarti í versluninni og glaðningur handa þeim fyrstu sem kaupa!

Eyrnalokkarnir sem verða til sýnis eru flestir áframhald skartgripalínunnar GUÐRÚNAR eftir Steinunni Völu en línan er nefnd eftir ömmu hennar, Guðrúnu Jónsdóttur arkitekts, og gerð úr eldra skarti sem enginn notar lengur. Hráefnið hefur Steinunn fengið frá einstaklingum, Rauða Krossinum og Góða Hirðinum. Hugmyndina fékk Steinunn eftir andlát ömmu sinnar, sem skildi eftir sig afar fallegt safn skartgripa sem Steinunni langaði að nota áfram en pössuðu henni ekki eins vel og Guðrúnu. Hún fékk þá hugmynd að taka sumt skartið í sundur, blanda við annað og endurraða í nýtt. Auk GUÐRÚNAR eyrnalokkanna verða nokkur einstök eyrnalokkapör til sýnis þar sem Steinunn sleppir sköpuninni lausri og gerir tilraunir með að nýta afgangsefni sem falla til á vinnustofu hennar. Svamp, þráð, umbúðir utan af keyptu hráefni, teygjur og plast, svo eitthvað sé nefnt.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Nánari upplýsingar um viðburðinn á Facebook