London Design Fair er fjögurra daga viðburður í austurhluta London. Þar koma saman um 550 sýnendur frá 36 löndum. Viðburðurinn er haldinn árlega og er nú opið fyrir umsóknir fyrir London Design Fair sem haldið verður í september. Árlega heimsækja yfir 28.000 gestir London Design Fair til að kynna sér það nýjasta í húsgagnahönnun, textíl, keramik, ljóshönnun og vefnaði svo eitthvað sé nefnt.
Hér er hægt að sækja um þátttöku en þátttökugjaldið hækkar þann 22. janúar n.k.