LOPI 38 – prjónakaffi í kvöld

LOPI 38 – prjónakaffi í kvöld

Á prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e, fimmtudagskvöldið 8. nóvember kl. 20 kynnir ÍSTEX nýja uppskriftarblaðið LOPI 38. Í blaðinu eru flíkur á börn, konur og karla auk peysu á smáhunda og jólatrésteppi. Sýnishornin eru á staðnum – sjón er sögu ríkari. 

Allar uppskriftir í blaðinu eru eftir Védísi Jónsdóttur. Védís er prjónurum að góðu kunn, enda er hún höfundur margra af vinsælustu uppskriftunum frá Ístex síðustu ár. Húsið opnar kl. 19 en kynningin hefst kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir!

www.heimilisidnaður.is