MÁLÞING OG AFHENDING Hönnunarverðlauna Íslands

MÁLÞING OG AFHENDING Hönnunarverðlauna Íslands 2018

2. nóvember: Veröld - hús Vigdísar og Kjarvalsstaðir

MÁLÞING:
hvert stefnum við?
– málþing um hönnun í kvikum heimi
Veröld - hús Vigdísar, föstudaginn 2. nóvember kl. 15-17.30

Snörp myndræn erindi um vægi hönnunar / arkitektúrs í þróun og nýsköpun í atvinnulífi, samfélagi og menningu, ásamt framtíðarsýn Paul Bennett hönnunarstjóra IDEO, veita innblástur í skarpar pallborðsumræður um framtíðina.

HÖNNUNARVERÐLAUN:
Hönnunarverðlaun Íslands 2018 verða veitt á Kjarvalsstöðum sama dag kl. 20.30. Tilnefndum, verðlaunahöfum og 10 ára afmæli Hönnunarmiðstöðvar verður fagnað að lokinni afhendingu.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að Hönnunarverðlaunum Íslands og málþingi tengt þeim í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu.