Torfi Fannar Gunnarsson hefur komið sér fyrir með prjónavélina sína í anddyri Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann starfa næstu mánuði og töfra fram hlýja suðræna stemningu í prjóni.
Torfi Fannar útskrifaðist frá Rietveld Akademíunni í Hollandi og hefur sérhæft sig í hönnun fyrir vélprjón.
Sýningin er sölusýning.