Master Class rennslunámskeið

Master Class rennslunámskeið  í Myndlistaskólanum í Reykjavík 

Dagana 4. – 8. september fer fram spennandi Master Class námskeið í keramik rennslu í Myndlistaskólanum Í Reykjavík. Á þessu 5 daga námskeiði verður unnið með rennslu tæknina á skapandi og rannsakandi hátt.

Kennari námskeiðisins er enginn annar en Christian Bruun, en hann er þekktur danskur keramiker.

Á námskeiðinu mun Christian sýna aðferðir og tækni í rennslu sem hann notar í sinni daglegu vinnu. Unnið verður með yfirborðið og uppbygging renndra forma rannsökuð. Nemendum gefst tækifæri til að prófa sig áfram með aðferðum Christians sem að meðal annars snúa að því hvernig renna má þunnt postulín, renna innlitað postulín - doppur, rendur og hjúpi. Hankar og stútar, hvernig má setja form á rennda hluti. Farið verður yfir ýmsar litlar tæknibrellur sem að áhugavert er að læra.

Christian Bruun er danskur keramiker sem rekur sitt eigið stúdíó í Kaupmannahöfn. Aðalsvið Christians er rennslan, en hann er mjög fær í að vinna skapandi á bekknum og leggur mikið uppúr ferlinu svo að eftirvinnslan verði sem minnst.

Við hvetjum alla þá sem að hafa áhuga á leirrennslu og keramiki að láta þetta einstaka tækifæri ekki fram hjá sér fara. Skráning fer fram á heimasíðu okkar.

Hægt er að lesa meira um Christian á heimasíðu hans http://christianbruun.com/ og einnig er gaman að kíkja á Instagram síðu hans (https://www.instagram.com/christianbruuncph/) þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu.