Um er að ræða tilraunasamstarf HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Matarmarkaðar Búrsins og mun smáframleiðendum í mat bjóðast einhver pláss á Handverki og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur í maí ef vel tekst til núna.
Um takmarkaðan fjölda plássa er að ræða og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við HANDVERK OG HÖNNUN, annað hvort með tölvupósti á handverk@handverkoghonnun.is eða í síma 551 7595 / 899 7495 í síðasta lagi 12. febrúar.
Opnunartími markaðarins er kl. 11-17 laugardag og sunnudag. Hægt er að koma og stilla upp eftir kl. 13 á föstudeginum 2. mars.
Kostnaður við þátttöku er eftirfarandi:
2 borð (240*60) : kr. 60.000.-
3 borð (360*60) : kr. 80.000.-
4 borð (480*60) : kr. 100.000.-
5 borð (600*60) : kr. 120.000.-
6 borð (720*60) : kr. 140.000.- og svo framvegis.
Hægt er að skipta með sér plássi. Sem dæmi gætu tveir verið saman með tvö borð sem yrði þá kr. 30.000.- á mann.
Matarmarkaður Búrsins hefur skapað sér fastan sess og er mjög vinsæll viðburður. Þar koma fjölmargir af frambærilegustu smáframleiðendum landsins til að kynna vörur sínar og þær nýjungar sem eru á markaði. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem sóst er eftir súru eða sætu, grænmeti eða kjöti, grófu eða fínu.
Um spennandi tækifæri fyrir fólk í handverki og listiðnaði er að ræða þar sem mikil aðsókn er á Matarmarkað Búrsins auk þess sem
möguleikar á að komast í samband nýjan markhóp úr framleiðslu- og veitingageiranum eru miklir.