Matarhönnun og afrakstur verkefna verða til sýnis á 1. hæð Hönnunardeildar Listaháskóla Íslands í Þverholti. Þetta er samsýning Matís og Hönnunardeildar Listaháskólans. Boðið verður upp á bragðmiklar rannsóknir og nýsköpun. Afrakstur námskeiða og alþjóðlegra verkefna verður á borðum.
Þema sýningarinnar er matur, matarupplifun, matarhönnun og nýsköpun og sýnir hvernig hönnun getur hrist upp í kerfum, fyrirfram gefnum hugmyndum og viðhorfum og þannig leitt til nýsköpunar í framleiðslu og breytt upplifun á mat og matvælum. Á borðum verða matartengd verkefni frá ýmsum námskeiðum Hönnunardeildar Listaháskólans, verkefni úr vöruþróun og nýsköpun matvæla við Háskóla Íslands og afrakstur námskeiðisins EITFood Venture School verður kynnt en það er haldið dagana fyrir Hönnunarmars.
Matartengd verkefni nemenda Listaháskólans hafa vakið athygli víða og meðal annars unnið Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefni eins og Lúpína í nýju ljósi, lífrænt hráefni í umhverfisvæna afurð og Pantið áhrifin frá Móður jörð.
Matís hefur komið að verkefnum innan Listaháskólans um íslensku geitina og stefnumóti við bændur. Nemendur í grafískri hönnun hafa svo unnið með nemendum í matvælafræði að vöruþróun í námskeiðinu og keppninni „Vistvæn nýsköpun“ matvæla sem er á vegum Samstaka iðnaðrins í samstarfi við Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Afrasktur þeirrar vinnu er m.a. vörur sem draga úr matarsóun eins og „Ugly“ og „Be Juicy“ þar sem unnið er úr afgangs grænmeti, pate úr humarkjóm og drykkir úr mysu.
Á laugardaginn 17. mars fer fram málþing þar sem fjallað verður um matarsóun.