Mid-Atlantic Keramik Exchange

Alþjóðleg vinnustofa í Myndlistaskólinn í Reykjavík, 3.-14. júní, 2019

Í Myndlistaskólanum í Reykjavík stendur nú yfir alþjóðleg vinnustofa sem ber nafnið Mid-Atlantic Keramik Exchange. Tuttugu og einn listamaður frá Íslandi, Bretlandi, Finnlandi, Kanada og Norður-Ameríku vinna hlið við hlið að gerð keramikverka og deila hugmyndum, tækni og reynslu.
Vinnustofan er skipulögð af Sigurlínu Margréti Osuala (IS) og Andy Shaw (US) og stuðlar hún að samtali um hugmyndir milli listamannanna um leið og þeir vinna saman. Flestir eru að hittast í fyrsta skiptið en tengslin styrkjast á meðan á vinnustofunni stendur og munu hafa varanleg áhrif utan landamæra þegar listamennirnir hverfa aftur til síns heima. Unnið er fyrst og fremst í leir og verkin eru allt frá nytjahlutum til skúlptúra. Sameinuð með ástríðu sinni fyrir leirnum, deila listamennirnir vinnurými, verkfærum og tækni í sköpun einstakra listaverka. Í gegnum daglegar kynningar á verkum listamannanna, sameiginlega kvöldverði, sýnikennslu, samvinnu og vinnuferli læra listamennirnir meira um hvorn annan og hvernig alþjóðleg samvinna og samtal geta aukið möguleikanna innan keramikfagsins.
Fimmtudaginn 13. júní verða sýnd í Norræna húsinu tilbúin verk og tilraunir sem unnin eru á vinnustofunni.

Opnunin er kl. 18 og munu verkefnastjórar vinnustofunnar ávarpa gesti kl. 18:15, listamennirnir munu svo ræða verk sín og vinnuna frá kl. 18:30 - 19:15 . Sýningin er opin til kl. 21 á fimmtudeginum og frá kl. 10 - 14 föstudaginn 14. júní.

Viðburður á Facebook 
Einnig er hægt er að fylgjast með vinnustofunni á Instagram #midatlantickeramikexchange

Þátttakendur:
Ólöf Erla Bjarnadóttir (IS), Josephine Burr (US), Þóra Finnsdóttir (DK/IS), Kristín Garðarsdóttir (IS),
Patrick Hargraves (US) , Brian Harper (US), Firth MacMillan (CA), Jessi Maddocks (US), Sigurlína
Margrét Osuala (IS), Brynhildur Pálsdóttir (IS), Laura Pehkonen (FI), Nathan Prouty (US), Amanda Salov
(US), Andy Shaw (US), Þurdíður Ósk Smáradóttir (IS), Linda Swanson (CA), Alexander Thierry (US), Kyle
Triplett (US), Wade Tullier (US), Julie Wagner (CA), Alice Walton (UK)