Þar gefst gestum færi á að læra um aðferðir við mynstur gerð, hvernig maður býr til reglur og notar endurtekningar á sama tíma og sköpunarkrafturinn fær að leika lausum hala. Byrjað verður á æfingum á pappír og pappa kartoni og svo fær hver þátttakandi viðar spjald sem notað verður til að skapa mynstur í sameiginlegu mósaík - teppi sem áætlað er að taki yfir salinn á neðri hæð safnsins. Markmiðið er að hver þátttakandi gerir symmetrískt verk sem gengur út frá aðferðinni ,,eitt leiðir að öðru”. Mögulegt verður fyrir gesti að sækja spjöldin í lok dags eða í vikunni á eftir.
Þórdís Erla Zoëga býr og starfar í Reykjavík en hún fluttist heim skömmu eftir útskrift árið 2012 frá Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam, með BFA gráðu úr Audio Visual deild. Hún hefur sýnt víða í Evrópu en á Íslandi hefur hún m.a. gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Hún meðlimur í listahópnum Kunstschlager og hélt uppi sýningardagskrá í Kunstschlager Stofu í Listasafni Reykjavíkur. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir búninga ársins í verkinu DADA dans sem hún vann með Íslenska Dansflokknum. Þórdís gerir verk í hinum ýmsu miðlum sem eru spunnin út frá nánd, symmetríu og jafnvægi.
Smiðjan og aðrir dagskrárliðir karnivalsins eru opnir öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.
Karnivalið dreifist um öll Menningarhúsin og verður dagskráin eftirfarandi:
Ef veður leyfir verður hluti viðburðanna haldinn úti.
Dagskráin er liður í Fjölskyldustundum á laugardögum.
Mynd: Art Bicknick