Textílmiðstöð Íslands vinnur að mótun Textílklasa í samstarfi við SSNV með stuðningi úr Lóu-Nýsköpunarstyrkir fyrir Landsbyggðina. Textílmiðstöðin sem staðsett er á Blönduósi er alþjóðleg miðstöð rannsókna, nýsköpunar og þróunar í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl.
Textílmiðstöðin tekur þátt í evrópuverkefnunum CENTRINNO og SHEmakes, og leiðir samstarfsverkefni s.s. lausnamótið Ullarþon og NORA verkefnið Wool Walks and Workshops. Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi var opnuð á síðasta ári.
Klasar eru taldir auka samkeppnishæfni, framleiðni og ýta undir nýsköpun. „Með klasasamstarfi fylgir kraftur sem hraðar ferlum og þróun innan textílgeirans. Til þess þarf að vera stór hópur hagaðila sem er tilbúinn að vinna saman að ákveðnum markmiðum til að skapa ávinning fyrir aðila innan klasans” segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textilmiðstöðvar Íslands.
Á fundinum fjallar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir um Klasastefnu Íslands, sem hún stýrði fyrir atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir flytur erindi um mótun Norðanáttar, nýsköpunarklasa á Norðurlandi.
Á dagskránni eru þrjú stutt erindi: Anna Margrét Karlsdóttir frá Ístex fjallar um; mikilvægi samstarfs fyrir innleiðingu á nýrri þekkingu og nýsköpun. Berglindi Ósk Hlynsdóttir og Sólveigu Dóra Hansdóttir kynna; Þráðhyggju, þróunarverkefni á hringrásarkerfi textíls á Íslandi og Árna Rúnari Örvarssyni, stofnandi Icelandic Eider, setur fram spurninguna; Er fullframleiðsla á Íslandi nauðsyn eða sérviska?
Að erindum loknum stýrir Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi RATA vinnustofu um mótun klasasamstarfsins þar sem hagaðilar fá tækifæri til að taka þátt í að leggja grunn að góðu samstarfi.
Nánari upplýsingar veitir: Elsa Arnardóttir / elsa@textilmidstod.is / 694-1881