Alice Olivia Clarke rekur verslunina TÍRA í verslunarmiðstöðinni Firði og selur þar ljómandi fylgihluti sem Alice Olivia hefur sjálf hannað og búið til frá árinu 2008. Alice Olivia sem er sjálf í miðri meðferð við brjóstakrabbameini hefur í aðdraganda október 2021 hannað nýjan fylgihlut, lyklakippu og töskuskraut, MUNDU, sem er sérstaklega tileinkaður baráttu hennar og fjölda annarra kvenna. Fylgihluturinn er táknrænn fyrir brjóstakrabbamein og táknar steinninn sem klæddur er garni hnúð í brjósti kvenna.
Ágóði af sölu MUNDU rennur Krabbameinsfélagsins og styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini. Fjölskylda Alice Oliviu tekur virkan þátt í verkefninu og hefur sonur hennar, myndskreytirinn Sigtýr Ægir Kárason, teiknað skýringarmynd sem sýnir hvernig hægt er að leita að æxlum í brjósti en það var við slíkar þreifingar sem Alice Olivia uppgötvaði sitt eigið æxli. Myndin og upplýsingar um árlegt átak Krabbameinsfélagsins fylgja með ásamt því að prýða verslunina í Firðinum og upplýsa gesti og gangandi.
Nánar má lesa um Bleikan október og viðburði tengda honum á vef Hafnarfjarðar