Sem dæmi má nefna námskeið í teikningu, olíumálun, eldsmíði, húsgagnaviðgerðum, málmsuðu, gítarsmíði, útskurði, silfursmíði, bólstrun og saumanámskeið.
Einnig býður Endurmenntunarskóli Tækniskólans upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Í boði eru einnig réttindanámskeið og undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf.
Þá eru í boði réttindanámskeið og/eða atvinnutengd námskeið eins og smáskipanámskeið, skemmtibátanámskeið, vélgæslunámskeið og fleiri.
Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.