Samfélagsmiðlar: Instagram og Facebook (25. september)
Nemendur kynnast þeim mögleikum sem eru í boði á samfélagsmiðlum og ná tökum á þeim tólum og tækjum sem að í boði eru. Námskeiðið verður bæði hagnýtt og einstaklingsmiðað.Kennari: Helga Björg Kjerúlf - Nánari upplýsingar
Textíll: saga og þróun (7.,12. og 14. október)
Textílsögunámskeið þar sem farið yfir þróun textílhandverks og sögu á heimsvísu. Þá verður sjónum beint að íslenskum textíl í gegnum aldirnar, áhrifavöldum og stefnum. Þannig öðlast nemendur breiða yfirsýn yfir sögu og þróun textíls og textíltækni.
Kennari: Íris Ólöf Sigurjónsdóttir - Nánari upplýsingar
Spjaldvefnaður (9. október)
Eins dags námskeið þar sem nemendur kynnast spjaldvefnaði og áhöldum tengdum honum. Farið verður í einfalda mynsturgerð og sett upp í vefnað eftir mynstri.
Kennari: Ólöf Einarsdóttir - Nánari upplýsingar
Indigolitun og útsaumur (16. og 17. október)
Nemendur læra að útbúa indigolög og lita bæði garn og efnisbúta. Kenndar verða útsaumsaðferðir, einföld spor sem nýta má á fjölbreyttan hátt s.s. boro, sashiko og frjálsan útsaum. Unnin verður hugmyndavinna á pappír sem er yfirfærð á efni.
Kennarar: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir - Nánari upplýsingar
Endurheimt og efnisvinnsla (5.,6. og 7. nóvember)
Á námskeiðinu verður einblínt á endurnýtingu og endurvinnslu á efnum við gerð bútasaumsverka.
Fyrirlestur um eðlislæga merkingu efna þ.e. hvernig þau voru framleidd og hvaða vistfræðilegu áhrif textílgerð hefur á heiminn. Á námskeiðinu læra nemendur ýmsar aðferðir við gerð bútasaums og eiga að öðlast næga þekkingu á námskeiðinu til að geta lokið við stærra teppi að því loknu.
Kennari: Christalena Hughmanick - Nánari upplýsingar