Námskeiðið er tilvalið þeim sem eiga hrábrennda muni úr steinleir.
Á námskeiðinu kynnist nemandinn því hvað glerungur er, hvernig hann virkar og hvernig á að vinna með hann. Þá verða helstu glerungagerðir skoðaðar ásamt helstu verkfærum og aðferðum.
Saga glerungsins í keramiksögunni er skoðuð og farið verður yfir þróun og nútímalega notkun hans. Nemendur læra að gera glerung frá grunni, lita hann og nota á tilbúna gripi. Helstu litarefni í keramiki eru kynnt og notuð.
Lögð verður áhersla á að hugsa um glerunginn sem hluta af gripnum, þannig að hann vinni með gripnum og dragi fram þau huglægu áhrif sem ætlunin er að ná fram. Kennari er Bjarnheiður Jóhannsdóttir.
Kennt verður alla fimmtudaga frá 12. október til 30. nóvember frá klukkan 17:45 til 20:30.
Nánari upplýsingar ásamt skráningu má finna á heimasíðu Myndlistaskólans