Nemendur sækja námskeiðin af ýmsum ástæðum. Sumir gera það sér til hreinnar skemmtunar meðan aðrir nýta einingarnar til prófs í öðru námi. Námskeiðin eru líka góður kostur fyrir fólk sem starfar að myndlist og hönnun en vill bæta við kunnáttu sína og hæfni.
Fullorðinsnámskeiðin eru opin öllum sem hafa náð 16 ára aldri en námskeiðin eru á framhaldsskólastigi.
Sjá nánar um nám og námskeið á vef Myndlistaskólans í Reykjavík.