Silfursmíði I er fyrir byrjendur og þá sem vilja ná góðum tökum á silfursmíðinni en einnig mjög gott fyrir þá sem hafa þegar unnið eitthvað með silfur og vilja læra grunninn betur. Helga Ósk gullsmiður leggur mikið uppúr því að þátttakendur nái tökum á grunntækni silfursmíði og gefi sér tíma til að læra tæknina. Þannig eigi þeir möguleika á að byggja ofan á það og haldið áfram að smíða sjálfir. Áhugi, þolinmæði og tími er það sem þarf og með þessu námskeiði gefst kostur á að nema tæknina af mjög flinkum gullsmiði með mikla reynslu í faginu.
Kennari er Helga Ósk gullsmiður og skartgripahönnuður. Hún útskrifaðist sem gullsmiður árið 1995 og skartgripahönnuður frá Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn 2010. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. Helga Ósk hefur tileinkað sér smíði víravirkis – búningasilfurs sem á sér rætur í klæðnaði íslenskra kvenna allt frá 16. öld.
Næsta námskeið verður haldið dagana 8.-11. maí n.k.
Nánari upplýsingar um fjölbreytt námskeið Handverkshússins má finna hér