Fyrsta námskeið vetrarins verður tveggja daga helgarnámskeið dagana 21-22. október.
Á námskeiðinu eru kenndar fjölbreyttar aðferðir við textílhönnun. Allar aðferðirnar sem kenndar eru, er hægt að vinna áfram með heima.
Kennt er á textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum, en þar er frábær aðstaða til textílvinnslu.
Kennarar eru María Valsdóttir textílhönnuður og Heiða Eiríksdóttir fatahönnuður.
Námskeiðsgjald er 35.000kr,-. en litir og efni til prufugerðar er innifalið.
Einnig er hægt að hafa samband við Heiðu (s. 6161422) eða Maríu (s. 6632919) fyrir frekari upplýsingar.