Margrét Guðnadóttir í Kirsuberjatrénu kennir körfuvefnað í Heimilisiðnaðarskólanum. Mánudaginn 25. september hefst tveggja kvölda námskeið í gerð vínviðarkörfu þar sem vínviður er uppistaðan / kanturinn. Karfan er falleg á borði fyrir brauð eða ávexti. Þessi aðferð gefur möguleika á að nota ýmsan efnivið úr náttúrunni, liti og annað efni. Vínviðarkarfa er skemmtileg karfa sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Kennt verður að lita körfuna í lok námskeiðsins og nemendur geta keypt efni í fleiri körfur til að taka með sér í lok námskeiðs.
Kennari: Margrét Guðnadóttir
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 25. september og 2. október – tvö mánudagskvöld kl. 18 - 21.
Námskeiðgjald: 17.400 kr. (15.660 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) – efni er innifalið.
Staðsetning: Nethylur 2e
Skráning: skoli@heimilisidnadur.is
Upplýsingar um fleiri körfugerðarnámskeið má nálgast hér.