Sigmundur er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur góða reynslu í tilraunakenndri sníðagerð, hönnun, jurtalitun og nýsköpun í textíl. Markmið hans er að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Sigmundur hefur afnot af rannsóknarrými safnsins í sumar og gestir fá hér innsýn inn í rannsóknar- og hönnunarferlið. Við veltum sjaldan fyrir okkur uppruna lita í textílefnum, en flestir litir í textílefnum eru kemískir.
Verkefnið sýnir hversu fjölbreytta liti má ná fram með náttúrulegu litarefni úr íslensku umhverfi. Síðastliðið ár hefur Sigmundur gert tilraunir á rúmlega 40 mismunandi litunarefnum frá plöntum, þangi og matarúrgangi. Afurðin er greinargóður gagnagrunnur náttúrulita úr íslensku umhverfi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunnar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur.
Sýningin stendur til 12. sept. 2021
Nánar á vef Hönnunarsafns Íslands