Leiðin liggur til Suður Marokkó um sjávarþorp, miðaldaborgir og blómlegar sveitir þar sem geitur klifra í Argantrjám. Við kynnumst mögnuðum jarðmyndunum í Anti-Atlasfjöllum og fornri handverkshefð úr menningarbrunni berba, araba, gyðinga, spánverja og frakka.
Áður en lagt er í leiðangurinn verða tveir fyrirlestrar í boði fyrir þáttakendur. Þórir Hraundal mið-austurlandafræðingur mun halda fyrirlestur um sögu og menningu Marokkó. Auk þess munu Ósk Vilhjálmsdóttir og Ragna Fróða halda fyrirlestur um handverk, byggingarlist, heimilisiðnað og daglegt líf í Marokkó. Þær munu auk þess fara yfir skipulag ferðarinnar.
Á vettvangi verða skilningarvitin virkjuð með því að vera áhorfandi og þáttakandi í senn þegar við heimsækjum heimamenn við störf og listsköpun. Við fylgjumst við með bygginu leirhúsa og fáum að taka til hendinni ásamt því að læra aldagamlar aðferðir Norður Afríkubúa. Hefðbundnin húsbygginaraðferð þeirra hefur haldist óbreytt frá því á dögum Krists. Okkur gefst tækifæri á að taka þátt í leirkerasmíð og tadelakt sem er gömul aðferð við að gera yfirborð gljáandi og vatnshelt. Við fáum námskeið í fornri leturgerð með bambusfjöður og náttúrulegu bleki. Við kynnumst spunatækni, litunaraðferðum og vefnaði. Heimsækjum heimamenn og fáum innsýn inní heimilisiðnað sem lifir góðu lífi í Marokkó líkt og fyrir nokkrum öldum á Íslandi. Ferðin er leiðangur sem farinn er á tímavél, stefnt nokkrar aldir aftur í tímann og við tökum með okkur til baka aldagamla þekkingu fortíðar inn í framtíðina.