Nú stendur yfir norræn handverksvika á vegum Nordens husflidsforbund sem Heimilisiðnaðarfélag Íslands er aðili að. ÓKEYPIS UPPSKRIFTIR af vettlingum eru birtar daglega á facebook síðu - sjá hér. Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Færeyjar og Eistland eru aðilar að samtökunum og leggur hvert land til eina uppskrift sem birt er bæði á ensku og skandinavísku. Þeim sem ekki hentar að skoða uppskriftirnar á facebook geta nálgast uppskriftirnar á heimasíðu Taito - sjá hér.
Löng hefð er fyrir norrænu samstarfi Heimilisiðnaðarfélaganna á Norðurlöndum, en það hefur staðið yfir frá fjórða áratug síðustu aldar. Formenn félaganna hittast árlega á fundi þar sem reynslu er miðlað og skipst er á hugmyndum. Þetta er í annað sinn sem Nordic Craft Week er haldin, á síðasta ári var þemað útsaumur en að þessu sinni var ákveðið að hvert land legði til eina vettlingauppskrift.