Dagana 1.-5. júlí 2020 verða handverksbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum 16-22 ára í Skjern í Danmörku.
Þátttakendur velja eitt aðalnámskeið (og einn vara valkost) sem varir í tvo daga. Að auki eru sameiginlegar smiðjur, partýkvöld, skoðunarferð o.fl. Námskeiðin sem boðið er upp á eru eldsmíði, trérennismíði, spírala skreytingar, himmeli óróar, blúnduprjón, textíl endursköpun, fataviðgerðir.
Fararstjóri hópsins er Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir. Hún var einnig farastjóri í samskonar ferð sumarið 2018 þegar átta ungmenni frá Íslandi tóku þátt í frábærri upplifun í Noregi. Kennari fyrir Íslands hönd er Snæfríður Jóhannsdóttir sem kennir prjón.
Skráning fer fram á netfanginu: ragnheidur.v.sigtryggsdottir@rvkskolar.is
Finna má nánari upplýsingar um handverksbúðirnar á vef Heimilisiðnaðarskólans