Tekið er við umsóknum frá öllum Norðurlöndunum og má umsóknin vera á norsku, sænsku, dönsku eða ensku.
Tilgangur námsstyrksins er að hvetja til rannsókna á sögu og þróun handverks í víðu samhengi. Árið 2016 hlaut Malin Eriksen styrkinn fyrir meistararitgerðina ”Økologi, kunsthåndverk og arven fra William Morris: en nylesning av Arne Næss dypøkologi i designhistorisk lys”.
Umsóknum skal skilað rafrænt ásamt ferilsskrá og öðrum fylgiskjölum fyrir 1. febrúar 2017.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Norske Kunsthåndverkere.