Ný vefsíða NNCA

Hedvig Winge, Porcelain Piece (2020)
Photo — Vegard Kleven / Galleri F 15
Hedvig Winge, Porcelain Piece (2020)
Photo — Vegard Kleven / Galleri F 15
HANDVERK OG HÖNNUN er í samstarfi við norrænu samtökin Nordic Network of Crafts Associations (NNCA). Nú hefur ný vefsíða samtakanna verið opnuð. Síðan var hönnuð af Bielke&Yang og á henni má finna allar upplýsingar um samtökin og þau verkefni sem þau hafa staðið fyrir. 
 
Nordic Network of Crafts Associations er skipað:

Samtökin NNCA voru stofnuð árið 2010. Markmið þeirra er að stuðla að samstarfi og samtali milli landanna til að styrkja stöðu samtíma handverks og listiðnaðar á Norðurlöndunum.

Starfsemi NNCA er tvíþætt: annars vegar eru haldnir fundir þar sem pólitísk, félagsleg og efnahagsleg málefni sem tengjast handverki og listiðnaði á Norðurlöndum eru rædd. Í öðru lagi stendur NNCA fyrir og tekur þátt í verkefnum sem stuðla að kynningu og miðlun á norrænu handverki og listiðnaði á alþjóðlegum vettvangi.