Alice Olivia Clarke opnar á morgun föstudag nýja verslun í Firði Hafnarfirði.
Alice Olivia Clarke hefur unnið einstaka fylgihluti úr íslenskum lopa og endurskinsþræði síðan 2008, hönnun sem blandar saman íslenskum hefðum og nútímaefnum. Fylgihlutirnir njóta sín sem skart að degi til, en þegar rökkva tekur kemur endurskin þráðarins sem leynist í lopanum í ljós.
Verslunin verður opnuð kl. 14 á morgun þann 4. des.
Á vef Tíru er hægt að skoða fjölbreyttar endurskinsvörur