Nýju fötin keisarans nefnist sýning Textílfélagsins á HönnunarMars sem að í ár er haldin dagana 24.-28. júní á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Félagið hefur tekið þátt í HönnunarMars frá upphafi en á sýningunni í ár verður lögð áhersla á að tengja saman fornar og nýjar aðferðir og varðveita þannig menningararf þjóðarinnar auk þess að kanna í hvaða nýjar áttir textíliðnaðurinn getur farið.
Sýningin opnar fyrir samtal textílhönnuða og textíllistamanna þar sem áhorfandinn fær tækifæri og innsýn í vinnuferli og þekkingu þeirra. Með þessari sýningu vill félagið sýna þann fjölbreytileika og þá textílþekkingu sem félagsmenn búa að og vilja miðla til komandi kynslóða.
Sýningin er opin frá kl. 11:00 – 19:00 alla dagana og er aðgangur ókeypis.
Sýningarnefndin er skipuð þeim Rakel Blomsterberg, Brynhildi Þórðar-
dóttur, Kristveigu Halldórsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur.
Í sýningunni í ár taka 25 félagsmenn þátt með ólík og áhugaverð verk.