Nýr keramiker hefur bæst í hópinn en það er Valdís Ólafsdóttir. Hún hefur unnið undir merkinu Dísa - Litlu hlutir lífsins. Valdís vinnur mest með postulín sem hún steypir í gifsmót og heillast mikið af ýmiskonar áferð og mynstri. Hún sker út einskonar óreglulegt ‘diamond cut’ mynstur og notar mikið litaðar sápukúlur sem hún blæs á postulínið. Einnig notar hún íslenskan svartan sand, ösku og vikur út í postulínið og gefur það fallega áferð og er tenging við hina íslensku náttúru.
Kaolin Keramik Galleri er rekið af sjö keramikerum en það eru þær Dagný Gylfadóttir, Embla Sigurgeirsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðný M. Magnúsdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, Þórdís Baldursdóttir og nú Valdís Ólafsdóttir.
Smelltu hér til að skoða vef Kaolin Keramik Galleri
Kaolin Keramik Galleri á Facebook