Nýverið opnaði 10 manna hópur list-og handverksmanna gallerí að Skólavörðustíg 4. Í þessu fallega húsi eru til sölu og sýnis keramik, skartgripir, trévörur, ljósmyndir, grafík, ullarverk og myndlist allt eftir meðlimi gallerísins.
Á efri hæð húsins er fallegur og bjartur salur sem leigður verður út til sýninga af ýmsum toga. Til að fá nánari upplýsingar um leigu á salnum sendið fyrirspurn á gallerygrasteinn@gmail.com
Laugardaginn 25. maí verður formleg opnun Gallery Grásteins kl. 14-18. Allir velkomnir að skoða þetta fallega gallerí og hitta listamennina, njóta tónlistar og léttra veitinga.