Ó, DÝRA LÍF – SÝNING JÓNÍNU GUÐNADÓTTUR Í MALARRIFSVITA
Sýningin er opin daglega frá kl. 12.00 til 16.30 til 2. september. Enginn aðgangseyrir en vitinn er við þjónustumiðstöð þjóðgarðsins skammt frá Lóndröngum.
"Innsetningin er samsett úr um 100 hlutum. Hún er á 5 hæðum og verður einfaldari eftir því sem ofar dregur. Í anddyri byrjar smá-forspil þar sem ég leik mér að því sem gjarnan rekur á fjöru í nágrenni vitans, þar eru m.a. pétursskip og ígulker. Á annari hæð eru hugleiðingar um lífið í sjónum sem heldur svo áfram upp á 3. h., fjaran tekur þá við og svo koll af kolli, og endar á himninum með ránfuglum sem eru einkenni þessa svæðis."
Magnað umhverfi er hvert sem augað eygir og gönguleiðir í allar áttir. Það er því er hægt að eiga innihaldsríka og góða dvöl á Snæfellsnesi, njóta menningar, náttúru og annars sem þessi einstaki staður býður upp á.
Allir velkomnir.