Vegna breyttra aðstæðna í Ráðhúsi Reykjavíkur (en þar hefur Upplýsingamiðstöð ferðamanna verið opnuð) hefur opnunartíma og fjölda daga á sýningunni í maí verið breytt töluvert og þátttökugjöld lækkuð.
Allir sem vinna við handverk, listiðnað og fjölbreytta hönnun og/eða eru að framleiða ýmsar sértækar íslenskar vörur/hluti eru hvattir til að sækja um. Fagleg valnefnd mun leggja mat á umsóknir og velja þátttakendur. Mikilvægt er að sýningin/kynningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar þátttakendur eru valdir. Allir sem áhuga hafa á þátttöku verða að gera ráð fyrir að vera sem mest á staðnum sjálfir því eitt af markmiðum þessarar sýningar/kynningar er að gestir hitti fólkið á bak við hlutina.
Nánari upplýsingar um sýninguna og umsóknareyðublað