Jólamarkaðurinn í Heiðmörk við Elliðavatnsbæinn verður á sínum stað í ár þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur býður gestum upp á ævintýralega skógarupplifun í vetrarparadísinni Heiðmörk. Heimsókn á Jólamarkaðinn hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá mörgum og er markaðurinn vel sóttur á hverju ári. Á markaðinum geta gestir valið sér jólatré, fundið einstakar gjafir fyrir hátíðarnar og komist í sannkallað jólaskap í skóginum með heitan kakóbolla.
Handverksmarkaður er órjúfanlegur hluti Jólamarkaðarins en þar geta gestir keypt spennandi vörur til gjafa eða eigin nota. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um þátttöku og er umsóknarfrestur til 26. október, öllum umsóknum verður svarað 2. nóvember.
Söluaðilar á handverksmarkaðnum
Söluaðilum býðst að leigja söluborð eina eða fleiri aðventuhelgar. Sérstök áhersla er lögð á handverk úr náttúrulegum efnum sem og innlenda matargerð og snyrtivörur. Markaðsborð eru staðsett í tveimur samliggjandi sölum í Elliðavatnsbænum. Söluaðilar fá borð (150×80 cm), stóla og aðgang að rafmagni. Svæðið er fallega skreytt og upplýst. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um markaðssetningu og kynningu bæði í hefðbundnum miðlum og á samfélagsmiðlum.
Á handverksmarkaðnum er lögð áhersla á:
Jólamarkaðurinn verður opinn þrjár aðventuhelgar milli kl. 12 – 17.
Umsóknarfrestur og verð
Umsóknarfrestur er til miðnættis 26. október á netfangið – jolamarkadur (hjá) heidmork.is – öllum umsóknum verður svarað 2. nóvember.
Umsókninni skal fylgja:
Verð fyrir söluborð:
ATHUGIÐ söluborð eru ekki leigð út staka daga.
Svör
Svör við umsóknum verða send til þátttakenda 2. nóvember. Við val á þátttakendum er tekið mið af þeirri vörustefnu sem Jólamarkaðurinn setur. Lögð er áhersla á vandaðar handunnar vörur úr náttúrulegum efnum, listhandverk úr viði eða með vísun í skógarmenningu og innlend matvæli og snyrtivöru. Ásókn í söluborð á handverksmarkaðnum hefur undanfarin ár verið mun meiri heldur en framboðið. Af þessum sökum er nauðsynlegt að velja úr umsóknum.
Nánari upplýsingar
Hjördís Jónsdóttir, jólamarkaðsstjóri, sími 856 0057 – jolamarkadur (hjá) heidmork.is
Opið fyrir umsóknir á handverksmarkað Jólamarkaðsins - Skógræktarfélag Reykjavíkur (heidmork.is)