Fjölmargir listamenn opna vinnustofur sínar og sýna það sem þeir hafa verið að vinna við undanfarið í myndlist, textíl og leirlist.
Sýningar, margs konar veitingar og frábær tónlistaratriði verða í boði.
Söngkonan, Íris Björk Gunnarsdóttir tekur à móti fyrstu gestunum kl.17 í Galleríinu. Kvennakórinn Stöllurnar skemmtir á Hlöðuloftinu kl.18-18:30. Unga söngparið Alex Ford og Hektor Ingólfur syngja á kaffistofunni. Þórunn Lárusdóttir mætir á staðinn kl.19 og síðan tekur Margrét Eir við. Ekki má gleyma Davíð sem þenur nikkuna af sinni alkunnu snilld.