Í vor verður boðið upp á tvö opin hús í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins að Nethyl 2e.
Föstudagana 14. apríl og 12. maí frá klukkan 13:30 til 16:30 býðst félögum að koma með handavinnuna sína og ef til vill eitthvað kruðerí til að leggja á borð (vinsamlegast engar hnetur) og spjalla saman. Mikið úrval handavinnublaða og bóka á staðnum sem sjálfsagt er að kíkja í og fá hugmyndir!
Verið öll hjartanlega velkomin!